Fasteignaleitin
Skráð 5. des. 2025
Deila eign
Deila

Unnarbraut 28

Tví/Þrí/FjórbýliHöfuðborgarsvæðið/Seltjarnarnes-170
100 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
99.800.000 kr.
Fermetraverð
998.000 kr./m2
Fasteignamat
74.500.000 kr.
Brunabótamat
47.850.000 kr.
Mynd af Jóhanna Kristín Gústavsdóttir
Jóhanna Kristín Gústavsdóttir
Byggt 1958
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2068669
Húsgerð
Tví/Þrí/Fjórbýli
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Svalir
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

***NÝTT Á SKRÁ***

Húsaskjól og Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Glæsilega og mikið endurnýjaða 3ja herbergja íbúð á efstu hæð með sérinngangi í sex íbúða húsi. Þrjár hvoru megin á vinsælum stað á Seltjarnarnesinu á Unnarbraut 28a. Íbúðin er afar björt með stórum gluggum í eldhúsi- og stofu og þaðan er fallegt sjávarútsýni. Mikil lofthæð er í alrými. Tvennar svalir aðrar í suður og hinar í vestur. Rúmgóð innkeyrsla sem tilheyrir þessari íbúð með tengi fyrir rafmagnsbíl. Sameiginlegur gróinn garður. Íbúðin getur verið laus í janúar. 

SKOÐAÐUR VIDEO AF EIGNINNI 
 

Íbúðin er skráð samtals 100,3 fm að stærð og þar af er geymsla í sameign sem er 5,4 fm. Eignin skiptist í forstofu, stigapall, stofu, borðstofu og eldhús sem er eitt opið alrými, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymsla í sameign og þar er einnig sameiginlegt þvottahús, en innan íbúðarinnar er skápur með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.       

FASTEIGNAMAT 2026 VERÐUR: 82.650.000 KR.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is 

Nánari lýsing á eign:

Forstofa er flísalögð með terrazzo flísum, gengið er upp steyptan teppalagðan stiga og komið upp á rúmgóðan stigapall sem er notað sem skrifstofurými og er með góðum fata/geymsluskápum. Möguleiki er að stúka þar af þriðja herbergið. Stofa-,borðstofa og eldhús eru eitt opið og bjart alrými með stórum gluggum og fallegu sjávarútsýni og mikilli lofthæð, harðparket á gólfi. Eldhúsinnréttingin er mjög vönduð, sprautuð dökkblá og er frá þýska framleiðandanum Hacker, kvartsteinn á borðum, eldhústækin eru frá Miele, span-helluborð, ofn, innbyggð uppþvottavél og innbyggður ísskápur frá Liebherr. Rúmgott rými fyrir eldhúsborð og stóla og þaðan er gengið út á suðursvalir sem eru flísalagðar. Baðherbergið er flísalagt með 60x60 cm terrazzo flísum á gólfi og veggjum að hluta, rúmgóður sturtuklefi með gleri, eikarinnrétting með skúffum, borðplata með brúnum kvartsteini og vask úr náttúrusteini. Svefnherbergin eru tvö, bæði með fataskápum og út frá hjónaherberginu eru svalir þar sem njóta má kvöldsólar. Í sameign er sér geymsla og sameiginlegt þvottahús. Garðurinn er gróinn. 

Framkvæmdir eigenda: Árið 2020 var farið í umfangsmiklar endurbætur á íbúðinni. Innveggir á efri hæð íbúðar  voru heilsparslaðir og málaðir. Gólfhiti var settur í íbúð og gólfhitakirstu komið fyrir á stigapalli/skrifstofurými. Hiti var settur í gólf á alrými og lagt var nýtt harðparket á alla íbúðina fyrir utan baðherbergi og forstofu. Lagðar voru nýjar flísar á gólf í forstofu og á baðherbergisgólf og hluta af veggjum. Hreinlætis-og blöndunartæki á baði voru einnig endurnýjuð. Ný eldhúsinnrétting og tæki voru keypt hjá Eirvík, blöndunartæki og vaskur endurnýjuð. Innrétting á baði og skápar í svefniherbergjum voru einnig endurnýjaðir ásamt öllum innihurðum. Steinn á eldhús og baðherbergi er quartz . Rafmagn var endurnýjað að hluta og ný rafmagnstafla sett upp. Skipt var um 2 glugga í eldhúsi. Skipt var út forhitara í ofnakerfi niðri í geymslu fyrir íbúðina.Stigi frá forstofu og upp í íbúð var teppalagður upp á nýtt. Tenglar og rofar voru endurnýjaðar frá Gira. Þvottavél og þurkara var komið fyrir í íbúð við hliðiná baðherbergi. 2023 var skipt um útidyrahurð og glugga í kringum hana í forstofu. Skipt var um svalahurð og glugga í kringum hana á suðurhlið. Útitröppur voru múrviðgerðar og málaðar. 2025 austurhlið húsins var sprunguviðgerð þar sem fylliefni var dælt inn í sprungur og múrað yfir. Málað var svo yfir viðgerðir. Hitaþræði var komið fyrir í rennum á bakhlið húsins. Skipt var út AVTQ loka í lagnakerfi íbúðarinnar í inntaksrými.  

Framkvæmdir sem farið var í að sögn fyrrverandi eiganda: 2012 Ný hitagrind í kjallara. 2015 Nýtt rafmagn dregið í íbúð.2016 Ný svalahurð og nýr gluggi í svefniherbergi vestan megin. 2017 Ný neysluvatnsrör voru dregin frá kjallara og upp í íbúð, neysluvatnsrör í íbúð voru einnig endurnýjuð frá baðherbergi (inntaki) og inn í eldhús. 2018 var húsið málað og múrviðgert ásamt því að þakið var yfirfarið. Skipt um þakrennur. 2019 Nýr eldhúsgluggi. 

Hér er um að ræða glæsilega og mikið endurnýjaða 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á barnvænum og rólegum stað á Seltjarnarnesinu þar sem stutt er í leik-og grunnskóla, tónlistarskóla, þróttaaðstöðu fyrir börn og fullorðna, sundlaug, golfvöll. fallegar göngu-og hjólaleiðir meðfram sjónum og fjöruna. Einnig er ýmis verslun og þjónusta í næsta nágrenni eins og matvöruverslun, kaffihús og ísbúð á Eiðistorgi og veitingastaðurinn Ráðagerði við Gróttu svo eitthvað sé nefnt. 

Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is

Fylgdu Húsaskjóli á TikTok

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
23/11/202047.800.000 kr.48.000.000 kr.100.3 m2478.564 kr.
30/12/201118.900.000 kr.20.300.000 kr.100.3 m2202.392 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hrólfsskálamelur 18
Bílastæði
Hrólfsskálamelur 18
170 Seltjarnarnes
100.4 m2
Fjölbýlishús
211
994 þ.kr./m2
99.800.000 kr.
Skoða eignina Bygggarðar 5, 103
Bílastæði
Bygggarðar 5, 103
170 Seltjarnarnes
101.6 m2
Fjölbýlishús
211
983 þ.kr./m2
99.900.000 kr.
Skoða eignina Framnesvegur 42
Skoða eignina Framnesvegur 42
Framnesvegur 42
101 Reykjavík
93.9 m2
Fjölbýlishús
413
1096 þ.kr./m2
102.900.000 kr.
Skoða eignina Súðarvogur 3
3D Sýn
Bílastæði
Skoða eignina Súðarvogur 3
Súðarvogur 3
104 Reykjavík
115.5 m2
Fjölbýlishús
423
900 þ.kr./m2
103.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin