FJÁRFESTING FASTEIGNASALA, SÍMI 562-4250, ER MEÐ Í SÖLU VEL SKIPULAGT EINBÝLISHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM MEÐ BÍLSKÚR VIÐ HOLTASEL 39 Í REYKJAVÍK Fallegt og vandað einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr við Holtasel 39 í Reykjavík.
Húsið er skráð 233,3 fm., þar af er bílskúr 33 fm.
Fimm góð svefnherbergi eru í húsinu, fjögur á efri hæð og eitt á neðri hæð.
Stór sólpallur með skjólgirðingum til suðvesturs.
Húsið er staðsett í grónu umhverfi í rólegum botnlanga þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, grunnskóla og leikskóla.
Upplýsingar gefur Óskar í síma 822-8750 (oskar@fjarfesting.is) eða Guðjón í síma 846-1511 (gudjon@fjarfesting.is)Nánari lýsing:Neðri hæð:Forstofa með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Gestasnyrting með flísum á gólfi og veggjum, upphengdu salerni og vaski.
Hol með flísum á gólfi.
Samliggjandi stór
stofa og borðstofa með parketi á gólfum. Arin er í stofu.
Sólstofa með flísum á gólfi og útgengi út á stóran sólpall.
Svefnherbergi á neðri hæð er stórt með parketi á gólfi. Þaðan er útgengi út á sólpall.
Stórt eldhús með flísum á gólfi, fallegri innréttingu með steinborðplötu og borðkrók. Gólfhiti er í eldhúsi.
Þvottahús með flísum á gólfi, innréttingu og útgengi út í garð. Gólfhiti er í þvottahúsi.
Efri hæð:Gengið upp á efri hæð frá holi upp fallegan
steyptan stiga.Rúmgott
hol (möguleiki að nýta sem sjónvarpshol) með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskápum.
Þrjú góð barnaherbergi með fataskápum og parketi á gólfum. Gengið út á svalir til vesturs frá einu herberginu.
Baðherbergi með sturtu, hornbaðkari, saunu og innréttingu.
Geymsluris er yfir hluta af efri hæð.
Bílskúr er 33 fm. með bakinngangi. Góð bílastæði fyrir framan hús.
Nýlegt viðhald á eign:- Flest gler og gluggalistar endurnýjað 2024
- Múrverk, timburverk, útilýsing, rennur og niðurföll yfirfarið og lagfært eftir þörfum 2024
- Hús að utan málað 2024
- Sólpallur slípaður og skjólgirðingar yfirfarnar og málaðar 2024
Sjá nánar gátlista vegna ástands fasteignar frá seljanda.Kostnaður kaupanda:1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati, 1,6% fyrir lögaðila en 0,4% fyrir fyrstu kaup einstaklinga.
2. Þinglýsingar af hverju skjali er 2700 kr.
3. Lántökugjald skv. verðskrá fjármálastofnunar.
4. Umsýsluþóknun sjá kauptilboð.