Fasteignaleitin
Opið hús:07. des. kl 14:45-15:15
Skráð 3. des. 2025
Deila eign
Deila

Hallgerðargata 3

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
61.8 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
78.000.000 kr.
Fermetraverð
1.262.136 kr./m2
Fasteignamat
67.700.000 kr.
Brunabótamat
47.700.000 kr.
Mynd af Ragnar Kristján Guðmundsson
Ragnar Kristján Guðmundsson
Fasteignasali
Byggt 2020
Lyfta
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Fasteignanúmer
2506215
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
5
Hæðir í húsi
5
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýlegt 2020
Raflagnir
Nýlegt 2020
Frárennslislagnir
Nýlegt 2020
Gluggar / Gler
Nýlegt 2020
Þak
Nýlegt 2020
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Svalir 1x
Upphitun
Gólfhiti
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali hjá TORG fasteignasölu kynnir: Glæsileg 2ja herbergja útsýnisíbúð á fimmtu og jafnframt efstu hæð í nýlegu lyftuhúsnæði að Hallgerðargötu 3, 105 Reykjavík. Allt að 5 metra lofthæð og fallegt útsýni. 
Eignin er samtals skráð 61,8 fm. og skiptist í rúmgóða forstofu, eldhús, stofu með borðstofuplássi, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Úr stofu er útgengt á suðvestur svalir með með fallegu útsýni í átt að miðborg Reykjavíkur og til sjávar. Sérgeymsla er skráð 7,5 fm. Hjóla- og vagnageymsla er í sameign Íbúðinni fylgir hlutdeild í Y6-sameign sumra sem er bílageymslurými í kjallara. Y6-sameign sumra tengist bílgeymslurýmum undir aðliggjandi lóðum og sér sameiginlegt rekstarfélag sér um rekstur bílageymslunnar. Íbúar geta lagt í bílageymslu gegn hóflegu rekstrargjald sem er nú um kr 9000 á mánuði.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, má nefna Laugardalslaugina, verslanir við Laugalæk, kaffihús, Gallery Port og vinsælar göngu- og hjólaleiðir.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 844-6516 eða ragnar@fstorg.is

Eignin er hluti af Stuðlaborg sem er 77 íbúða bygging í 5 stigagöngum glæsilega hönnuð af hinni þekktu dönsku arkitektastofu Schmidt/Hammer/Lassen í samstarfi við VA arkitekta. Aðeins tvær íbúðir eru á stigagangi hæðarinnar. Mikið var lagt í vandaðar innréttingar og má nefna að allar innréttingar íbúðar eru stílhreinar og sérlega glæsilegar með innfræstu gripi og stein á borðum bæði eldhúss og baðherbergis. Allar innihurðir íbúðar eru vandaðar, gereftalausar og sérlega fallegar. Gólfsíðir gluggar með gardínum frá Euro Blinds og hiti í gólfum. Mikil lofthæð og hallandi þakið setur sérega sjarmerandi svip á íbúðina og gefur góða og mikla rýmistilfinningu.

Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með vönduðum fataskáp og við tekur flæðandi Quick-Step harðparket frá Harðviðarvali á gólfi. 
Eldhús: Bjart eldhús með glæsilegri innréttingu með stein á borði búin vönduðum tækjum frá Simens, gufugleypi, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél og undirfelldum vask.
Stofa/borðstofa: Bæði stofan og borðstofan eru í björtu samliggjandi rými með mikili lofthæð og stórum gólfsíðum gluggum. Útgengt út á suðursvalir með fallegu útsýni.
Svefnherbergi: Rúmgott svefnherbergi með allt af 5m. lofthæð, háum sérsmíðuðum fataskápum, gólfsíðum gluggum með gardínum frá Euro Blinds og Quick-Step harðparket frá Harðviðarvali á gólfi. 
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf búið sérsmíðaðri innréttingu með stein á borði, undirfelldri handlaug, skápum, speglaskáp með innbyggðri lýsingu, upphengdu salerni, handklæðaofni og flísalagðri ''walk in" sturtuaðstöðu með hertu gleri.
Geymsla: Á jarðhæð sameignar er rúmgóð sérgeymsla með mjög mikilli lofthæð. 
Hjóla- og vagnageymsla: Á jarðhæð er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla með útgangi á baklóð hússins. 

Virkilega glæsileg útsýnisíbúð á efstu hæð á þessum vinsæla stað þar sem göngufæri er í flesta þjónustu, eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykjavíkur, fallegar gögnu- og hjólaleiðir með fram strandlengjunni og góðar almenningssamgöngur. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 844-6516 eða ragnar@fstorg.is

Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér ragnar@fstorg.is

Áætluð gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
19/08/202151.750.000 kr.53.250.000 kr.61.8 m2861.650 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hallgerðargata 3
Hallgerðargata 3
105 Reykjavík
81.8 m2
Fjölbýlishús
2
977 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Heklureitur - íbúð 201
Opið hús:07. des. kl 13:00-14:00
Heklureitur - íbúð 201
105 Reykjavík
77 m2
Fjölbýlishús
312
1038 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Þverholt 13 (104)
1.jpg
Þverholt 13 (104)
105 Reykjavík
78.8 m2
Fjölbýlishús
312
970 þ.kr./m2
76.400.000 kr.
Skoða eignina Hallgerðargata 3
Hallgerðargata 3
105 Reykjavík
61.8 m2
Fjölbýlishús
211
1277 þ.kr./m2
78.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin