Fasteignaleitin
Opið hús:28. apríl kl 17:00-17:30
Skráð 25. apríl 2025
Deila eign
Deila

Sörlaskjól 66

Tví/Þrí/FjórbýliHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Vesturbær-107
207.1 m2
3 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
146.000.000 kr.
Fermetraverð
704.973 kr./m2
Fasteignamat
146.050.000 kr.
Brunabótamat
87.300.000 kr.
Mynd af Ársæll Steinmóðsson
Ársæll Steinmóðsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1951
Garður
Bílskúr
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2026627
Húsgerð
Tví/Þrí/Fjórbýli
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Líklega þarf að klæða húsið að utan,  þ.e. allt húsið og bílskúr. 
Gallar
Lekaummerki á efri og neðri hæð. 
Hraunhamar fasteignasala og Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 helgi@hraunhamar.is kynna: Sörlaskjól 66 Rvk Tvær samþykktar 3-4ja herbergja íbúðir auk bílskúr sem fylgir efri hæð,  samtals 207,1 fm, í dag heil eign. þ.e. ein íbúð á tveimur hæðum (hæð og kjallari) 
Eftirsótt staðsetning í vesturbæ Rvk, við sjávarsíðuna og göngufæri við náttúruna. Róleg umhverfi og frábært sjávarútsýni. Rúmgóður garður í suð-vestur.  Eignin selst í heilu lagi. Ath: Eignin er mikið breytt frá upphaflegum teikningum. (enda ein íbúð í dag en ekki tvær)

Samkvæmt þjóðskrá,fasteignamati ríkisins er um er að ræða 81,2 fm íbúð á 2. hæð ásamt 43,3 fm bílsskúr fnr. 202-6627 samtals stærð skv. FMR er 124,5 fm. Einnig er um að ræða 83,4 fm íbúð í kjallara fnr. 202-6626. 
Íbúðirnar tvær eru í dag ein eign, en ætti að vera frekar auðvelt að breyta í upphaflegt horf þ.e. tvær samþykktar íbúðir eins og þjóskrá segir til um 

Efri hæðin skiptist í sameiginlegt anddyri, hol, eldhús, stofu, borðstofu, svefnherbergi og baðherbergi. Parket á gólfi fyrir utan flísar á baðherbergi. 
Búið er að breyta eigninni skv. teikningum. Rúmgóð björt stofa og borðstofa. Gott svefnherbergi. Fallegt baðherbergi, er með hita í gólfi, fín sturtuaðstaða, ljós innrétting og upphengt salerni. Gluggi. Nýlegt fallegt eldhús með eyju.

Bílskúrinn er með rafmagni, heitu og köldu vatni að sögn eiganda. (bílskúr þarfnast standsetningar)

Kjallara íbúð: Sérinngangur í íbúðina bakgarðsmegin. Gangur. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Rúmgott baðherbergi með innréttingu, salerni og baðkari. Geymsla undir útistiga innan baðherbergis. Þvottahús er sameiginlegt en er nýtt í dag bara af neðri hæðinni Stigi er á milli efri hæðar og íbúðar í kjallara. 

Samtals stærð beggja hæða ásamt bílskúrnum er því 207,9 fm. samkvæmt þjóðskrá (fasteignamati ríkisins)

Búið var 2019 að samþykkja viðbyggingu við íbúðirnar ásamt hækkun á bílskúr, líklega er þó byggingarleyfi fallið úr gildi í dag og þarf að sækja um aftur. 
Ástandsskýrsla frá Fagmati var gerð 23.10.2023. Einnig virðist ekki hafa verið lokið frágangi að utan vegna viðgerða á gluggum sjávarmegin í kjallaraíbúð. Farið er að sjást á klæðningu hússins. Bílskúr þarfnast endurnýjunar og lagfæringar við. 

Þetta er áhugaverð eign til að skoða fyrir eina eða tvær fjölskyldur. Möguleiki að breyta í fyrra horf þ.e. tvær samþykktar íbúðir á þessum eftirsótta stað við sjávarsíðuna. Möguleiki væri að  reyna að endurnýja byggingarleyfi þar sem bílskúrinn er, en samþykkt var 2019 fyrir 89 fm.viðbyggingu.þ.e. 44,5 fm bílskúr með rými ofan upp á 44,5 fm. 

Frábær staðsetning og útsýni. 

Fasteignamat efri hæðar og bílskúrs er 83,150,000,- 
Fasteignamat neðri hæðar er 62,900,000,- 

Samtals fasteignamat 146,050,000.-

Nánari uppl. gefur Helgi Jón Harðarson sölustj.s. 893-2233 helgi@hraunhamar.is og
Ársæll Steinmóðsson lgf s. 896-6076 arsaell@hraunhamar.is

Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
 
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1959
43.3 m2
Fasteignanúmer
2026627
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
13.850.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Orkureitur - D2-110
Orkureitur - D2-110
108 Reykjavík
154.7 m2
Fjölbýlishús
322
940 þ.kr./m2
145.400.000 kr.
Skoða eignina Orkureitur - D1-212
Orkureitur - D1-212
108 Reykjavík
155.3 m2
Fjölbýlishús
413
1029 þ.kr./m2
159.800.000 kr.
Skoða eignina Hverfisgata 50
Skoða eignina Hverfisgata 50
Hverfisgata 50
101 Reykjavík
192.6 m2
Fjölbýlishús
412
726 þ.kr./m2
139.900.000 kr.
Skoða eignina Garðsendi 21
Bílskúr
Opið hús:05. maí kl 17:30-18:00
Skoða eignina Garðsendi 21
Garðsendi 21
108 Reykjavík
250.3 m2
Fjölbýlishús
734
631 þ.kr./m2
157.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin