Fasteignaleitin
Skráð 15. sept. 2025
Deila eign
Deila

Ártún 30

Jörð/LóðSuðurland/Selfoss-806
116.5 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
78.800.000 kr.
Fermetraverð
676.395 kr./m2
Fasteignamat
3.120.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2025
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2538033
Húsgerð
Jörð/Lóð
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Svalir
Viðarverönd
Upphitun
Hitaveita/ gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
0 - Úthlutað
Fjölskylduvæn náttúruparadís – heilsárshús í Reykjaskógi, Bláskógabyggð
Við kynnum til sölu glæsilegt heilsárshús við Ártún 30 í Reykjaskógi, aðeins rúman klukkutíma frá Reykjavík og 14 mínútna akstur frá Laugarvatni.
Þetta er draumaathvarf fjölskyldunnar í hjarta Gullna hringsins, þar sem náttúran er í fyrirrúmi og öll aðstaða fyrsta flokks.

-  Fullbúið heilsárshús á steyptum sökkli með viðarpalli
-  Þrjú svefnherbergi – rúmgóð fjölskyldueign
-  Vandaðar innréttingar, tækjabúnaður og húsgögn fylgja
-  Einstök staðsetning með þjónustu og afþreyingu í næsta nágrenni


Fyrir nánari upplýsingar:
Tinna Bryde, löggildur fasteignasali í síma 660-5532 eða tinna@palssonfasteignasala.is  

Lýsing eignar
Stærð: 116,5 fm á einni hæð og pallur 33,7 fm. 
Húsið er íslensk hönnun, teiknað af Ívari Haukssyni og framleitt af Nordroof Ísland og uppfyllir alla íslenska gæða staðla.
Húsið er í byggingu og áætlaður afhendingartími er í september/október 2025. Húsið er afhent fullbúið með húsgögnum. 

Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með fataskápum og parketi á gólfi. 
Þvottahús: er inn af forstofunni og er með innréttingu, vaski og auka salerni. Þvottavél og þurrkari fylgja. 
Svefnherbergi: Þrjú svefnherbergi, öll með fataskápum og parketi á gólfi. Gengið er inn í eitt svefnherbergi frá forstofu sem er mjög rúmgott (16,8 m2) og hentar vel sem svefnherbergissvíta eða góð aðstaða fyrir gesti. 
Stofa: Björt og opin stofa með parketi á gólfi og útgengi út á viðarpall. 
Eldhús: Í eldhúsi er graphite grá innrétting og viðarborðplata, ísskápur með frysti, innbyggð uppþvottavél, bakaraofn, innbyggð vifta í helluborði, og eyjan er ljós grá með vínkæli. Ljós fyrir ofan eyju. Parket á gólfi.  
Baðherbergi: Flísalagt á gólfi og veggjum. Vönduð innrétting, upphengt klósett, walk-in sturta með steingólfi og glerþili. 

Aðstaða og búnaður:
Gólfhiti í öllum rýmum (gólfhitalagnir tengdar við tengigrind)
Gluggar og útihurðir úr ál-tré (RAL 7016)
Bræddur tvöfaldur þakpappi og þakrennur
Lagnaleið fyrir rafmagnshleðslu á bílastæði (hleðslustöð fylgir ekki)
Lagnaleið fyrir heitan pott við húsið
Steyptur sökkull og grófjafnað bílaplan

Lóðin: 
Hægt er að kaupa eða leigja lóðina.
Nánari upplýsingar veitir Tinna Bryde í síma 660-5532 eða á tinna@palssonfasteignasala.is

Nágrenni og þjónusta – í hjarta Gullna hringsins
Reykjaskógur er fullkominn fyrir þá sem vilja kyrrðina og náttúruna, en jafnframt stutt í þjónustu, verslanir og afþreyingu.
Matvöruverslanir: Laugarvatn, Reykholt, Flúðir
Veitingastaðir og kaffihús: Efstidalur 2, Friðheimar, Laugarás og fleiri
Göngu- og hjólaleiðir: Brúará, Brúarfoss, Kóngsvegur
Afþreying: Laugarvatn Fontana, sundlaugar í nágrannabæjum, hestaleiga, veiði, golfvellir
Svæðisaðstaða: Leiksvæði með sparkvelli, frisbígolf, minigolf og barnaleiksvæði

Þetta er fjölskylduvæn náttúruparadís aðeins rúman klukkutíma frá Reykjavík og 14 mínútna akstur frá Laugarvatni.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Heiðarbraut 1A
Skoða eignina Heiðarbraut 1A
Heiðarbraut 1A
806 Selfoss
139.6 m2
Sumarhús
423
558 þ.kr./m2
77.900.000 kr.
Skoða eignina Eyrar 6
Skoða eignina Eyrar 6
Eyrar 6
806 Selfoss
92.1 m2
Sumarhús
413
857 þ.kr./m2
78.900.000 kr.
Skoða eignina Víkurvegur 2
Skoða eignina Víkurvegur 2
Víkurvegur 2
806 Selfoss
112 m2
Sumarhús
413
705 þ.kr./m2
79.000.000 kr.
Skoða eignina Ártún 30
Skoða eignina Ártún 30
Ártún 30
806 Selfoss
116 m2
Sumarhús
423
679 þ.kr./m2
78.800.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin