Fasteignaleitin
Opið hús:06. júlí kl 13:30-14:00
Skráð 5. júlí 2025
Deila eign
Deila

Jöfursbás 7 sjávarútsýni

Nýbygging • FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
74.3 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
64.900.000 kr.
Fermetraverð
873.486 kr./m2
Fasteignamat
58.550.000 kr.
Brunabótamat
50.400.000 kr.
Mynd af Sölvi Þór Sævarsson
Sölvi Þór Sævarsson
löggiltur fasteignasali
Byggt 2023
Þvottahús
Lyfta
Garður
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2518560
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
6
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
5
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Lóð
0,88
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
6 - Fullgerð án lóðarfrágangs
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kvöð / kvaðir
Ákveðnir starfsmenn fasteignasölunnar eru óbeinir hluthafar í félaginu sem selur.
--- SJÁVARÚTSÝNI - VEL STAÐSETT ÍBÚÐ MEÐ ÚTSÝNI AÐ SJÓ ---
Domusnova fasteignasala og Sölvi Sævarsson lgf, kynna Jöfursbás 5B – íbúð 205: Vel skipulögð og björt 2ja herbergja 74,3 fm íbúð á 2. hæð með glæsilegu útsýni að Geldinganesi og sjó í nýlegu vönduðu fjölbýlishúsi. 
Íbúðin er með vönduðum innréttingum og gólfhiti er í allri íbúðinni. Gólfsíðir gluggar, aukin lofthæð c.a 280 cm.

Íbúðin er með vönduðum innréttingum og gólfhiti er í allri íbúðinni. Gólfsíðir gluggar, aukin lofthæð c.a 280 cm og mikið útsýni.

Íbúðin er skráð samkv. Þjóðskrá 74,3 m² og þar af er geymsla 6,2 f m².
Fyrirhugað fasteignamat 2026 verður 63.350.000 kr.
  • Aukin lofthæð í íbúð. 
  • Vandaðar innréttingar sem ná upp að lofti.
  • Kvarts steinn á borðum og niðurfellt helluborð og vaskur.
  • Vönduð gólfefni frá Ebson og gólfhiti.
  • Gólfsíðir gluggar
  • Snjóbræðslukerfi í göngustígum með fallegri næturlýsingu 

Innanhúss hönnuður hefur komið að hönnun allra íbúða en í þeim má finna innréttingar sem eru sérsmíðaðar hjá VOKE-III, blöndunartæki eru frá Grohe og hreinlætistæki frá Duravit.  Quartz steinn frá Technistone er á eldhúsum og böðum.  Parket og flísar er frá Ebson og eldhústæki frá AEG.

Allar nánari uppl.  veitir Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
VILTU VITA HVERS VIRÐI FASTEIGNIN ÞÍN ER Í DAG.
Fáðu frítt fasteignaverðmat - fastverdmat.is

Nánari lýsing
Anddyri er með harðparketi á  gólfi og innbyggðum fataskáp milli veggja.
Eldhús með sjávarútsýn opið inn í stofu með sérsmíðaðri innréttingu frá Voke sem nær til lofts.  Innrétting er vönduð með granit borðplötu undirfelldum vasku og niðurfelldu spanhelluborði.
Stofa með gólfíðum glugga, glæsilegu útsýni að sjó og útgengt á norðaustur svalir með stórbrotnu útsýni til sjávar.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með góðum skápum sem ná til lofts og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt vönduðum flísum, veggflísar ná að lofti og er gólf flísalagt ásamt sturturými þar sem glerþil er við sturtu. Vönduð innrétting með granitborðplötu. Tenging fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu á baði.
Sér geymsla í sameign. Geymsla á sér geymslugangi í kjallara hússins.
Hjóla-og vagnageymsla í kjallara. Djúpgámar á lóð fyrir flokkað rusl.  Hitalagnir í helstu gönguleiðum lóðar. Lofthæð 280.

Hverfið:
Við Eiðsvík í Gufunesi er að rísa spennandi íbúðabyggð í gömlu iðnaðarhverfi sem nú hýsir kvikmyndaver og fyrirtæki í skapandi greinum. Landslagið er einstakt, vogskornir klettar, strendur með svörtum og gylltum sandi, fuglalíf og útsýni yfir Geldinganes, Viðey, Esju og miðborgina. Engar götur skilja byggðina frá náttúrunni og einungis hjóla- og göngustígar liggja að hafi.
 
Vatnastrætó, ylströnd, göngubrú út í Viðey og góðir göngu- og hjólastígar er meðal þess sem mun einkenna þetta skemmtilega hverfi. Það er einstakt að eiga kost á slíkri náttúruperlu í miðri höfuðborginni.
 
Það er stutt í alla þjónustu, hvort sem það er í verslun, skóla, leikskóla eða íþróttamannvirki.  Í Spönginni má m.a. finna ýmsar matvöruverslanir, vínbúð, veitingastaði, bókasafn, apótek, heilsugæslu, menningarmiðstöð og tónlistarskóla.  Stutt er í Vættaskóla sem er grunnskóli og Borgarholtsskóla sem er framhaldsskóli.  Þá eru fjölmargir leikskólar í nágrenninu auk þess sem golfvöllur er skammt undan.

Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 79.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
09/10/202352.650.000 kr.62.500.000 kr.74.3 m2841.184 kr.
07/12/20223.960.000 kr.66.900.000 kr.74.3 m2900.403 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Frostafold 30
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Frostafold 30
Frostafold 30
112 Reykjavík
86.9 m2
Fjölbýlishús
211
747 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Flétturimi SELD 6
Flétturimi SELD 6
112 Reykjavík
93.8 m2
Fjölbýlishús
312
713 þ.kr./m2
66.900.000 kr.
Skoða eignina Rökkvatjörn 6
Opið hús:09. júlí kl 17:00-17:30
Skoða eignina Rökkvatjörn 6
Rökkvatjörn 6
113 Reykjavík
59.7 m2
Fjölbýlishús
312
1055 þ.kr./m2
63.000.000 kr.
Skoða eignina Efstasund 17
Opið hús:06. júlí kl 13:00-13:30
Skoða eignina Efstasund 17
Efstasund 17
104 Reykjavík
71.8 m2
Fjölbýlishús
312
904 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin