Fasteignaleitin
Skráð 26. sept. 2024
Deila eign
Deila

Fitjaás 12

EinbýlishúsSuðurnes/Reykjanesbær/Njarðvík-260
207.3 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
Verð
110.900.000 kr.
Fermetraverð
534.973 kr./m2
Fasteignamat
85.150.000 kr.
Brunabótamat
92.850.000 kr.
Páll Þorbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2007
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2295320
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Múrsteinn
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
upprunanlegt
Raflagnir
upprunanlegt
Frárennslislagnir
upprunanlegt
Gluggar / Gler
sagt í lagi
Þak
upprunanlegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
sólpallur og pottur
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita og gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
8 - Í notkun
Kvöð / kvaðir
Tilkynningarskylda um framsal á leiguréttindum. Framsal ógilt nema landeigandi eða fulltrúi hans hafi áritað framsalið. Vakin er athygli á því að eignin er á byggingastig B4 en Matstigi 8 og lokaúttekt á eftir að fara fram.
 
ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Fitjaás 12, Njarðvík, Glæsilegt einbýlishús á góðum stað í ytri Njarðvík með þremur svefnherbergjum auðvelt að vera með fjórða svefnherbergið þar sem rúmgott fataherbergi er.

Heildar stærð eignar er 207,3 m2, þar af er tvöfaldur bílskúr skráður 39,3 m2. Á 763 fm lóð. Gólfhiti er í húsinu með nýlegum stýringum. Rúmgóður aflokaður sólpallur, með léttri yfirbyggingu að hluta ásamt heitum rafmagnspotti. Garðverönd er umhverfis húsið.
Steypt bílaplan með lýsingu og niðurfalli eftir því endilöngu. Rafmagnsopnun í bílskúrshurð.

Nánari upplýsingar veitir: Elín Frímanns Löggiltur fasteignasali, í síma 8674885, tölvupóstur elin@allt.is

Eignin skiptist í forstofu, stofu og eldhús í opnu rými, gengið út á stóran sólpall yfirbyggðan að hluta og heitur pottur. Herbergjagangur með gestasnyrtingu, rúmgóðu baðherbergi ásamt tveimur barnaherbergi. Hjónaherbergi með stóru fataherbergi sem getur líka verið fjórða barnaherbergið. Rúmgott þvottahús. Bílskúr tvöfalldur, lakkað gólf og felli stigi upp á risloft.

Forstofa: Rúmgóð. Svartar flísar á gólfi. Útihurð með skrautgleri í. Góðir skápar. Millihurð með gleri.
Stofa/borðstofa: Opin og björt. Svartar flísar á gólfi. 
Eldhús: Svartar flísar á gólfi. Nýleg hvít háglans innrétting. Nýleg eldhústæki. Stór borðeyja, gott skápapláss. Svartar milliflísar ásamt háf. Bogadreginn gluggi.                                                 
Gangur: Rúmgóður með svörtum flísum á gólfi. Led ljós í veggjum að neðan.
Herbergi 1: Ljóst parket á gólfi. Góður fataskápur.       
Herbergi 2: Ljóst parket á gólfi, góður fataskápur.                                                                                                                                                                                                      
Hjónaherbergi: Ljóst parket á gólfi. Innangengt í stórt fataherbergi með rúmgóðum fallegum fataskápum. 
Baðherbergi 1: Svartar flísar á gólfi. Flísalagðir veggir. Nýleg innrétting, upphengt salerni, lítil hvít innrétting með handlaug. 
Baðherbergi 2: Svartar flísar á gólfi. Ljósar flísar á veggjum. Silfurlitaðar flísar á vegg fyrir ofan vask. Nýleg innréttting. Hornbaðkar ásamt sturtu.
Þvottahús: Virkilega rúmgott með svörtum flísum á gólfi. Nýleg innrétting. Innangengt í bílskúr.                                                                                                               
Bílskúr: Tvöfaldur með steyptu gólfi. Bílskúrshurð með rafmagni. Háaloft yfir bílskúr. Útgengt á verönd.                                               
Bílaplan: Steypt með ljósastæði. Einnig er niðurfall sem liggur þvert yfir planið.                                
Pallur: Rúmgóður með tréverki. Heitur nuddpottur. Fjórar útirafmagnsinnstungur eru staðsettar á palli fyrir útiljós
Bílaplan rúmgott og hellulagt, lóð tyrfð, runnar og strórgríti við lóðarmörk.

ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
16/06/202156.850.000 kr.73.000.000 kr.207.3 m2352.146 kr.
13/08/201954.250.000 kr.59.900.000 kr.207.3 m2288.953 kr.
21/08/201228.700.000 kr.22.600.000 kr.207.3 m2109.020 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 2007
39.3 m2
Fasteignanúmer
2295320
Byggingarefni
Múrsteinn
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
12.800.000 kr.
Matsstig
8 - Í notkun

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Háseyla 5
3D Sýn
Bílskúr
Opið hús:24. nóv. kl 18:00-18:30
Skoða eignina Háseyla 5
Háseyla 5
260 Reykjanesbær
207.7 m2
Einbýlishús
514
568 þ.kr./m2
118.000.000 kr.
Skoða eignina Erlutjörn 5
Bílskúr
Skoða eignina Erlutjörn 5
Erlutjörn 5
260 Reykjanesbær
204.4 m2
Einbýlishús
513
538 þ.kr./m2
110.000.000 kr.
Skoða eignina Hæðargata 9
Bílskúr
Skoða eignina Hæðargata 9
Hæðargata 9
260 Reykjanesbær
209.7 m2
Einbýlishús
615
495 þ.kr./m2
103.900.000 kr.
Skoða eignina Brimdalur 12
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Brimdalur 12
Brimdalur 12
260 Reykjanesbær
185 m2
Parhús
514
648 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin