Minnkandi seljanleiki og ofmetin íbúðaþörf

01 desember 2022
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Lengi lifir í gömlum glæðum en húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6% í október. Þessi hækkun kemur þrátt fyrir að íbúðaframboð sé enn þá að vaxa hratt og undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fari greinilega fækkandi. Þá hefur áhugi á íbúðum minnkað mikið þar sem hver íbúðaauglýsing á höfuðborgarsvæðinu fékk aðeins 42 smell á dag í byrjun nóvember samanborið við 149 í febrúar, samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu HMS.
Það fór sennilega ekki fram hjá mörgum að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti 23. nóvember sl. upp í 6%. Þetta er tíunda vaxtahækkunin síðan vorið 2021 og stýrivextir hafa ekki verið hærri síðan árið 2010. Vaxtahækkanirnar hafa vissulega hægt á íbúðaverðshækkunum en áhrifin hingað til hafa þó verið minni en væntingar stóðu til.
Þegar stýrivextir voru hvað lægstir frá júní 2020 til júní 2021 fjölgaði undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu um 42% milli ára að staðaldri. Eftir að vaxtahækkunarferlið fór á skrið hefur þróunin hins vegar snúist við og frá júlí 2021 hefur fjöldi kaupsamninga dregist saman um 28% að jafnaði. Því er svo komið að aðeins 462 kaupsamningar voru undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í október sem er 26% undir langtímameðaltali og 59% minna en þegar fjöldi viðskipta náði hámarki í mars í fyrra.
Eignum á sölu er að fjölga hratt, meðalsölutími er áfram að lengjast og aðeins fjórðungur íbúða selst yfir ásettu verði samanborið við vel yfir 60% á fyrri hluta ársins. Það má því ætla að hækkanir milli mánaða skýrist frekar af sölutregðu og lítilli veltu en eftirspurnarþrýstingi frá kaupendum.
Þegar litið er til lengri tíma ræðst raunveruleg íbúðaþörf aðallega af grunnbreytum líkt og fólksfjölda og fjölskyldustærð. Það er því mjög áhugavert að nýbirt manntal Hagstofunnar bendir til að íbúafjöldi á Íslandi hafi verið ofmetinn um 10 þúsund íbúa. Til að viðhalda núverandi eftirspurnar og framboðsjafnvægi þarf að jafnaði að byggja 2.500 íbúðir á ári fram til ársins 2030 og 3.000 á ári ef vinna á upp uppsafnaðan íbúðaskort.
Ofmat á íbúafjölda um 10 þúsund manns leiðir hins vegar til þess að uppsöfnuð íbúðaþörf, sem hefur verið metin í kringum 4.500 íbúðir, er verulega ofmetin.
Nú virðist markaðurinn vera endanlega orðinn vinalaus. Stýrivextir hafa hækkað um 5,25 prósentustig, lánþegaskilyrði hafa verið hert, áhugi á íbúðum hefur dregist saman um 72% og nú liggur fyrir að fólsfjölgun sem hefur verið megindrifkraftur húsnæðisverðshækkana undanfarin ár er verulega ofmetin.
Sýn undirritaðs á markaðinn hefur ekki breyst. Húsnæðisverð hefur aldrei verið jafn hátt samanborið við laun og ljóst að seljanleiki á markaðnum hefur dregist verulega saman. Af öllu ofangreindu væri eðlilegt að húsnæðisverð myndi lækka á næstu mánuðum og ekki ljóst hvað ætti að leiða til frekari verðhækkana.

Vinsælar eignir

Skoða eignina Holtsvegur 12
 07. feb. kl 17:00-17:45
Skoða eignina Holtsvegur 12
Holtsvegur 12
210 Garðabær
111.1 m2
Fjölbýlishús
413
719 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Súlunes 17
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Súlunes 17
Súlunes 17
210 Garðabær
293.5 m2
Einbýlishús
823
Fasteignamat 150.850.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Andarhvarf 7
Bílskúr
Skoða eignina Andarhvarf 7
Andarhvarf 7
203 Kópavogur
204.1 m2
Fjölbýlishús
423
612 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Skoða eignina Reykjaflöt 0
Bílskúr
Skoða eignina Reykjaflöt 0
Reykjaflöt 0
846 Flúðir
322.5 m2
Einbýlishús
92
248 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache