Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% á milli mánaða frá maí til júní 2024. Þetta kemur fram í frétt á vef HMS. Þetta er þá annan mánuðinn í röð þar sem vísitala íbúðaverðs hækkar um 1,4% á milli mánaða.
12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu stendur þá í 9,1% sem er rúmum þremur prósentustigum yfir verðbólgu.
Sérbýlishluti vísitölunnar á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,7% á milli mánaða á meðan verð á fjölbýli hækkaði um 1,3% á milli mánaða.
Sérbýlishluti vísitölunnar á landsbyggðinni hækkaði um 1,3% á milli mánaða á meðan verð á fjölbýli hækkaði um 2,3% á milli mánaða.