Búist við frekari hækkun stýrivaxta

03 maí 2022
Mynd af Ragnar Kormáksson
Ragnar Kormáksson
Fasteignaleitin
Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 2,75% eftir síðustu hækkun sem átti sér stað 9.febrúar síðastliðinn. Verðbólga stendur í 7,2% og hefur ekki verið hærri síðan í maí 2010. Í ljósi þess að verðbólga heldur áfram að hækka búast greiningardeildir bankanna við því að stýrivextir muni hækka enn frekar á morgun þegar Seðlabankinn kynnir niðurstöðu peningastefnunefndar.
Greiningardeild Íslandsbanka býst við því að stýrivextir hækki um 0,5%-0,75% en Hagdeild Landsbankans á von á að þeir hækki á bilinu 0,75%-1,25%.
GreinandiStýrivextir núSpáStýrivextir eftir
Greiningardeild Íslandsbanka2,75%+0,5%3,25%
Hagdeild Landsbankans2,75%+1,0%3,75%
Stýrivextir hækkuðu um 0,75% í febrúar síðastliðnum og í kjölfar þess hækkuðu lánveitendur vexti íbúðalána. Hækkunin skilaði sér ekki samstundis inn í vexti íbúðalána en hafa þó á síðastliðnum mánuðum hækkað um allt að 0,9%, sem er umfram síðustu stýrivaxtahækkun. Að neðan má sjá dæmi um hvernig óverðtryggðir íbúðalánavextir gætu staðið ef stýrivaxtahækkun nemur á bilinu 0,75% - 1,00% og vextir íbúðalána hækka um 0,5%.
LánveitandiTegund lánsTegund vaxtaVextir fyrirHækkunVextir eftir
LandsbankinnÓverðtryggtBreytilegir4,70%+0,50%5,20%
LandsbankinnÓverðtryggtFastir til 3 ára5,90%+0,50%6,40%
LandsbankinnÓverðtryggtFastir til 5 ára5,95%+0,50%6,45%
ÍslandsbankiÓverðtryggtBreytilegir4,65%+0,50%5,15%
ÍslandsbankiÓverðtryggtFastir til 3 ára6,15%+0,50%6,55%
ÍslandsbankiÓverðtryggtFastir til 5 ára6,65%+0,50%7,15%
Arion BankiÓverðtryggtBreytilegir4,79%+0,50%5,29%
Arion BankiÓverðtryggtFastir til 3 ára6,14%+0,50%6,54%
Hér sést hvaða áhrif 0,5% hækkun gæti haft á óverðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára með breytilegum vöxtum eftir því hversu hátt lánið er:
Lánsupphæð20m30m40m50m60m70m
4,6% vextir91.322136.923182.524228.126273.727319.328
5,1% vextir97.888146.772195.655244.539293.423342.307
Hækkun+6.566+9.849+13.131+16.413+19.696+22.979

Vinsælar eignir

Skoða eignina SPÁNAREIGNIR - Dona Pepa
Bílskúr
SPÁNAREIGNIR - Dona Pepa
Spánn - Costa Blanca
Raðhús
433
63.000.000 kr.
Skoða eignina Vesturgata 21
Skoða eignina Vesturgata 21
Vesturgata 21
101 Reykjavík
141.9 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
523
634 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Heiðargerði 5
Bílskúr
Skoða eignina Heiðargerði 5
Heiðargerði 5
300 Akranes
275.6 m2
Einbýlishús
1138
348 þ.kr./m2
95.900.000 kr.
Skoða eignina Eyrarbraut 33
 28. júní kl 17:30-18:30
Skoða eignina Eyrarbraut 33
Eyrarbraut 33
825 Stokkseyri
66.2 m2
Einbýlishús
312
437 þ.kr./m2
28.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache