🔍
Að mörgu er að huga. Hér að neðan er yfirlit yfir tíu lykilatriði sem gott er að hafa á bak við eyrað við skoðun fasteigna. Listinn er ekki tæmandi, en ætti að gefa góða mynd af ástandi eignarinnar.
1. Þak
Er málning farin að flagna?
Er þakkantur farinn að fúna?
Eru einhver merki um að þakið sé að leka eða hafi lekið?
Eru þakrennur heillegar og á sínum stað?2. Gluggar
Er einfalt eða tvöfalt gler? Í nýjum húsum er gerð krafa um tvöfalt gler.
Er móða á milli glerja? Það er merki um að tími sé kominn á endurnýjun.
Er timbrið í gluggakörmumfarið að fúna?
Er vatnsbrettið að utan farið að fúna eða múr farinn að springa?
Eru barnalæsingar á opnanlegum fögum þar sem við á?3. Útveggir
Er málning farin að flagna?
Eru sprungur sjáanlegar eða eldri múrviðgerðir?
Eru svalir og svalahandrið heilleg?
Eru girðingar og handrið við húsið í góðu standi?4. Dren og skólp
Drenlagnir eiga að beina vatni frá útveggjum hússins. Eru þær til staðar?
Hefur skólplögn verið endurnýjuð?5. Votrými - baðherbergi og þvottahús
Er opnanlegt fag eða útloftun í rýminu? Ef ekki, getur orðið mikil rakamyndun sem hætt er við að skemmi útfrá sér
Er holhljóð undir gólfflísum? Það getur verið merki um að vatn sé að komast undir flísar.
Er fúga á flísum og kíttun í kverkum heilleg? Sprungur í fúgu þarfnast lagfæringar, sérstaklega í flísalögðum sturtuklefum.
Er öryggisniðurfall í gólfi? Það er mikilvægt öryggisatriði og orðin krafa í nýbyggingum í dag.6. Neysluvatns- og miðstöðvarlagnir
Er góður kraftur á neysluvatni?
Eru blöndunartæki hitastýrð? Það er mikið öryggisatriði, sérstaklega ef börn eru á heimilinu.
Virka allir ofnar og ofnkranar?7. Rafmagn
Eru tenglar í húsinu gamlir og ekki nothæfir nema með millistykkjum?
Eru tenglar og rofar vel staðsettir?
Eru loft og veggdósir vel staðsettar?
Virkar dyrasími og dyrabjalla?8. Innréttingar
Eru framhliðar, höldur og lamir heilar?
Eru borðplötur í góðu ástandi?
Eru merki um leka í vaskaskáp? Þá er oft að finna fúkkalykt eða sjáanlegar rakaskemmdir.9. Gólfefni
10. Hurðir
Eru hurðir í eðlilegum stærðum?